Mourinho gaf mér sjálfstraust

Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. AFP

„Þegar maður fer frá einu stórliði til annars vill maður vera mikilvægur. Maður vill spila fótbolta, njóta þess og hann gerði mér ljóst að ég gæti gert það hér.“ sagði Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, um þjálfara sinn, Jose Mourinho.

Cesc Fabregas gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar eftir þriggja ára dvöl hjá Barcelona, þar sem hann var látinn spila út um allan fremri vallarhelming og fékk í raun ekki að njóta sín fullkomlega. Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir Chelsea, lagt upp 17 mörk, en þeir eru á toppi deildarinnar og gætu orðið Englandsmeistarar með sigri á Crystal Palace í dag.

„Hann sagði við mig að ég væri látinn spila margar mismunandi stöður hjá Barcelona, stöður sem fóru mér ekki vel. Hann vildi að ég spilaði eingöngu á miðjunni, ekkert annað. Ég var alltaf að skipta um stöðu og það kom að því að ég vissi ekki hvort það væri útaf því að ég væri góður í mörgum stöðum eða vegna þess að þeir vissu ekki hvað þeir ættu að gera með mig.“ bætti hann við. „Þannig að það hjálpaði sjálfstraustinu mínu feykilega að koma til Chelsea og fá að spila sömu stöðuna í hverri viku. Það hefur fengið mig til þess að njóta fótboltans.“

„Manni líður mjög vel með að fá að gegna svo mikilvægu hlutverki fyrir lið, að fá að spila alla leiki, hverja einustu mínútu, þegar liðið manns er á toppi deildarinnar með 13 stiga forskot.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert