John Carver mun þjálfa Newcastle út tímabilið

John Carver.
John Carver. AFP

Newcastle United hefur staðfest á heimasíðu sinni að John Carver, tímabundinn þjálfari félagsins, muni stýra liðinu út tímabilið. 

John Carver tók við af Alan Pardew þegar sá síðarnefndi tók við Crystal Palace í janúar. Undir stjórn Carver hefur lítið gengið hjá Newcastle, 3:0 tap liðsins gegn Leicester síðastliðinn laugardag markaði áttunda tap Newcastle í röð og þeir færast nær fallsætinu, með 35 stig og langverstu markatöluna í deildinni þegar þrír leikir eru til stefnu.

Deilur innan liðsins náður hámarki þegar John Carver ásakaði miðvörðinn Mike Williamson um að hafa viljandi látið reka sig af velli. Félagið gaf út yfirlýsingu í dag og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa rætt við Carver og leikmenn Newcastle af fúlustu alvöru, að liðið sé einbeitt að leikjunum til stefnu með því markmiði að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert