„Rodgers út, Rafa inn“

Rodgers út, Rafa inn.
Rodgers út, Rafa inn. AFP

„Rodgers út, Rafa inn“ stóð á borða sem flogið var yfir Anfield síðastliðinn laugardag fyrir leik Liverpool gegn Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Brendan Rodgers var ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool í maí árið 2012 en hann er fyrsti þjálfari í rúma hálfa öld sem hefur ekki unnið bikar á fyrstu þremur tímabilum sínum við stjörnvölinn.

„Ég hélt þetta væri umboðsmaður Rafa.“ sagði Rodgers. „Fólk er með slæmt minni í fótbolta. Fyrir ári síðan vorum við nálægt því að vinna úrvalsdeildina.

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri ítalska félagsins Napoli, virðist vera á leiðinni út að tímabilinu loknu. Hann stýrði Liverpool þegar þeir urðu Evrópumeistarar árið 2005. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert