Mourinho fær betri samning

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hefur gert munnlegt samkomulag um að framlengja samning sinn við Lundúnaliðið um tvö ár. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Mourinho, sem er 52 ára gamall, sneri aftur til Chelsea árið 2013 og gerði þa fjögurra ára samning. Undir hans stjórn tryggði Chelsea sér Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi, þann fyrsta frá árinu 2010, og þá vann liðið deildabikarkeppnina.

Mourinho er hæst launaði stjórinn á Englandi en árslaun hans í dag eru 8,4 milljónir punda sem jafngildir tæpum 1,7 milljarði íslenskra króna. Með nýja samningnum kemur Mourinho til með að hækka í launum og ætti þá að fá 10,5 milljónir punda í laun fyrir árið en sú upphæð jafngildir 2,1 milljarði króna.

„Eins og ég sagði í upphafi tímabilsins þá verð ég hér á meðan herra Abramovich vill halda mér. Þann dag sem hann segir mér að fara, fer ég,“ segir Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert