„United mun tapa fleiri stigum“

Leikmenn Liverpool fagna marki Adam Lallana.
Leikmenn Liverpool fagna marki Adam Lallana. AFP

Adam Lallana leikmaður Liverpool er ekki búinn að gefa upp vonina um að ná Manchester United og enda í fjórða sæti ensku úrvalsdeildinni sem gefur farseðil í Meistaradeildina.

Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni er United fjórum stigum á undan Liverpool en United hefur tapað þremur leikjum í röð.

„Þetta er ekki búið. Við getum enn endað tímabilið í topp fjórum. Til þess þurfum við auðvitað að fá fullt hús stiga í leikjunum sem við eigum eftir. Ég er sannfærður um að Manchester United á eftir að tapa flekri stigum því liðið á erfiða leiki eftir,“ segir Lallana við Sky Sports.

Liverpool á eftir að spila við Chelsea, Crystal Palace og Stoke en Manchester United á eftir að spila við Crystal Palace, Arsenal og Hull.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert