Yaya Toure áfram hjá Man City

Yaya Toure verður áfram.
Yaya Toure verður áfram. AFP

Yaya Toure, miðvallarleikmaður Manchester City á Englandi, verður áfram hjá félaginu, en þetta staðfesti Dmitri Seluk, umboðsmaður leikmannsins við fréttastofu Sky Sports í dag.

Toure, sem er 32 ára gamall, hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Internazionale á Ítalíu, en fyrrum stjóri hans hjá Man City, Roberto Mancini, þjálfar liðið.

Hann á enn tvö ár eftir af samningnum hjá Man City, en ljóst er að hann yfirgefur ekki liðið í sumar. Dmitri Seluk, umboðsmaður Yaya, staðfesti þetta við fréttastofu Sky í dag.

Þessi uppátækjasami leikmaður hefur þó ekki alltaf verið sáttur í herbúðum Man City, en það muna margir eftir því þá greindi hann frá óánægju sinni á Twitter vegna þess hve langan tíma það tók að semja við félagið auk þess sem félagið gleymdi afmælisdegi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert