Van Persie og Di Maria verða ekki seldir

Angel Di Maria hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem …
Angel Di Maria hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. EPA

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, á von á því að gera töluverðar breytingar á liði sínu í sumar.

Radamel Falcao fær ekki samning hjá félaginu eftir að hafa verið þar á láni í sumar, og þá eru Nani og Javier Hernandez einnig sagðir á förum. Þá er því haldið fram að Anders Lindegaard, Rafael Da Silva og Jonny Evans hafi verið sagt að þeir megi leita sér að nýju félagi. Hins vegar munu þeir Angel Di Maria, Robin van Persie og Adnan Januzaj ekki verða seldir.

Félagið hefur verið orðað við framherja í sumar, meðal annars Karim Benzema hjá Real Madrid og Harry Kane hjá Tottenham. Þá er Edison Cavani hjá PSG einnig inni í myndinni. Stærsta spurningamerkið er þó markvarðarstaðan, þar sem enn er óvíst hvað David de Gea gerir eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert