Mótmæli hafa áhrif á leikjaniðurröðun

Leikmenn Manchester United mæta Aston Villa föstudaginn 14. ágúst.
Leikmenn Manchester United mæta Aston Villa föstudaginn 14. ágúst. AFP

Fyrirhuguð mótmæli English Defence League í Birmingham eru ástæða þess að Aston Villa og Manchester United mætast föstudaginn 14. ágúst.

Leikur liðanna átti að fara fram laugadaginn 15. ágúst en hefur nú verið færður að ósk lögregluyfirvalda í Vestur-Miðlöndum. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni espnfc.com.

Knattspyrnuáhugamenn báru þær vonir í brjósti að tímasetning leiksins væri liður í stefnubreytingu forsvarsmanna ensku úrvalsdeildarinnar hvað varðar föstudagsleiki í ensku úrvalsdeildinni.

Nú er hins vegar komin í ljós raunveruleg ástæða þess að leikurinn var færður fram á föstudagskvöldið.

English Defence League hefur boðað til mótmæla laugardaginn 15. ágúst og fóru lögregluyfirvöld í Vestur-Miðlöndum af þeim sökum fram á að leikurinn yrði ekki spilaður þann daginn. 

Engilsh Defence League er öfgafull þjóðernishreyfing sem hefur það að markmiði að hefta útbreiðslu íslam og áhrifa sharía-laga í Bretlandi og notar götumótmæli til þess að koma boðskap sínum á framfæri.

Manchester United á síðan leik í Meistaradeild Evrópu þriðjudaginn 18. águst og því getur leikurinn hvorki farið fram sunnudaginn 16. ágúst né mánudaginn 17. ágúst.

Forsvarsmönnum ensku úrvalsdeilarinnar var því nauðugur sá kostur að setja leik Aston Villa og Manchester United á föstudagskvöldið 14. ágúst.

Knattspyrnuáhugamönnum varð þar af leiðandi ekki að ósk sinni þess efnis að forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi skipt um skoðun sína varðandi andstöðu sína við að leikir í ensku úrvalsdeildinni fari fram á föstudagskvöldum.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert