Van Persie er á útleið

Robin van Persie virðist vera á leið frá Manchester United.
Robin van Persie virðist vera á leið frá Manchester United. AFP

Hollenski framherjinn Robin van Persie, leikmaður Manchester United, virðist óðum nálgast útgöngudyrnar á Old Trafford, en veðbankar í Englandi hafa þegar lokað fyrir öll veðmál um brotthvarf Hollendingsins.

Hinn 31 árs gamli van Persie er samkvæmt fjölmiðlum ytra búinn að semja um kaup og kjör við Fenerbahce í Tyrklandi, og er sagður vera tilbúinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Eina sem stendur í veginum er að Tyrkirnir eiga eftir að komast að samkomulagi við United um kaupverðið á framherjanum.

Ef af verður gæti Fenerbahce verið að tryggja sér tvo leikmenn frá United, en þegar hefur verið gefið út að Nani gangist undir læknisskoðun þar á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert