Di María fór meiddur af velli

Ángel di María situr á vellinum og Lionel Messi hugar …
Ángel di María situr á vellinum og Lionel Messi hugar að honum. AFP

Óvíst er hvort Ángel di María verði leikfær með Manchester United þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst 8. ágúst eftir að hann fór meiddur af velli í úrslitaleik Argentínu og Síle í Ameríkubikarnum í nótt.

Di María tognaði aftan í læri í fyrri hálfleiknum og varð að fara af velli, og hjá enska félaginu bíða menn þess nú að fá niðurstöður úr læknisskoðun kantmannsins snjalla.

Di María hefur verið óheppinn á stórmótum því síðasta sumar missti hann af því að spila úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar með Argentínu gegn Þýskalandi eftir að hafa meiðst í leik gegn Belgíu í átta liða úrslitunum. Hann var búinn að skora tvö mörk fyrir Argentínumenn í keppninni í Síle en þeir töpuðu úrslitaleiknum í nótt í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert