Delph genginn í raðir City

Fabian Delph mun leika í ljósbláu á næstu leiktíð.
Fabian Delph mun leika í ljósbláu á næstu leiktíð. AFP

Miðjumaðurinn Fabian Delph er genginn í raðir Manchester City en hann samdi við liðið í dag til fimm ára. Aðeins er rétt rúm vika síðan hann gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hjá Villa-liðinu en voru hins vegar bara orðin tóm.

Hann hefur leikið vel með Aston Villa frá árinu 2009 en frammistaða hans hefur skilað honum sæti í enska landsliðinu þar sem hann hefur leiki sex leiki.

Delph er 25 ára gamall og mun leika í treyju númer átján hjá City.

Fyrr í sumar hefur Manchester City keypt Raheem Sterling frá Liverpool og Enes Ünal frá Fenerbache.

Fabian Delph er strax farinn að kynna sér unga iðkendur …
Fabian Delph er strax farinn að kynna sér unga iðkendur Manchester City. Mynd/Twitter.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert