Real og United í viðræðum um De Gea

David de Gea lék afar vel fyrir United á síðasta …
David de Gea lék afar vel fyrir United á síðasta tímabili. EPA

Real Madrid og Manchester United eru í formlegum viðræðum um kaup spænska liðsins á markverðinum spænska David de Gea frá United. 

Spænska blaðið Marca sem hefur sterkar tengingar inn í Madrídarfélagið greinir frá þessu og segir að United hafi svo gott sem gefist upp á því að reyna að halda markverðinum. Blaðið telur að félagaskiptin gætu jafnvel orðið að veruleika á næstu dögum. 

Hvort sem félögin ná saman eða ekki telur Marca yfirgnæfandi líkur á því að Real muni setja mikinn slagkraft í að kaupa heimsklassa markvörð fyrir tímabilið og þá helst einhvern sem gæti varið mark liðsins næstu árin. 

Ef De Gea fer til Real þá yrði það ekki síst áhugavert í ljósi þess að hann er uppalinn hjá Atletico Madrid en litlar kærleikar eru á milli Madrídarfélaganna eins og knattspyrnuunnendur þekkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert