Liverpool reynir við Traore

Brendan Rodgers er búinn að vera í fullu fjöri á …
Brendan Rodgers er búinn að vera í fullu fjöri á markaðnum. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, hyggst bæta við sig öðrum leikmanni á næstu dögum, en Adama Traore, vængmaður Barcelona, er líklega á leið til félagsins á láni.

Traore, sem er 19 ára gamall, hefur undanfarin ár leiki með unglingaliðum Barcelona, en hefur leikið með B-liði félagsins undanfarin tvö tímabil.

Hann á tvo leiki að baki með aðalliði Barcelona og gert í þeim eitt mark, en hann er nú á leið til Liverpool á láni ef marka má spænsku útvarpsstöðina, RAC 1.

Fulltrúar frá Liverpool flugu til Spánar í morgun til þess að ganga frá samningum, en talið er að hann verði tímabundin lausn í liðið fyrir Raheem Sterling sem fór til Manchester City fyrir metfé.

Traore yrði því áttundi leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í sumar, en þeir Christian Benteke, Danny Ings, Roberto Firmino, Joe Gomez, James Milner, Adam Bogdan og Nathaniel Clyne komu fyrr í glugganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert