Pulis tekur bílinn úr bílskúrnum

Rickie Lambert hæstánægður við undirskriftina á samningi sínum við West …
Rickie Lambert hæstánægður við undirskriftina á samningi sínum við West Bromwich Albion. Ljósmynd / opinber twitter síða WBA.

Tony Pulis, framkvæmdastjóri West Bromwich Albion, gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsframherjanum Rickie Lambert sem kemur til liðsins eftir sneypuför hjá Liverpool. Lambert skoraði einungis tvö mörk í 25 leikjum hjá Liverpool og Lambert vonast til þess að koma ferli sínum aftur í gang hjá West Bromwich Albion.

Pulis lét hafa það eftir sér í viðtali við breska fjölmiða í vikunni að Lambert gæti fundið skotskóna á nýjan leik hjá West Bromwich Albion. Pulis líkti Lambert við nýjan bíl sem búið að væri að halda í bílskúrnum að ósekju og það þyrfti bara að bæta á bensíni á tankinn til þess að vélin í glæsikerrunni færi að malla á nýjan leik. Nú hefur Pulis ákveðið að taka bílinn forláta úr bílskúrnum. 

Lambert hefur leikið 11 landsleiki fyrir England og skorað í þeim leikjum þrjú mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert