Samfélagsskjöldurinn á sunnudaginn

Leikið verður um Samfélagsskjöldinn í ensku knattspyrnunni á sunnudaginn kemur. Leikurinn er árlegur viðburður sem markar upphafi vertíðarinnar á Englandi, en þar mætast liðin sem vinna ensku úrvalsdeildina annars vegar og enska bikarinn hins vegar. Að þessu sinni eru það Chelsea og Arsenal sem munu berjast um Samfélagsskjöldinn.

Chelsea varð enskur meistari í fimmta sinn á síðastliðnu keppnistímabili og vann ensku úrvaldeildina eftir fimm ára bið eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal varð enskur bikarmeistari síðasta vor eftir öruggan sigur á Aston Villa í bikarúrslitaleiknum.

Framkvæmdastjórar liðanna þeir Jose Mourinho og Arsene Wenger hafa eldað grátt silfur saman og líklegt að einhver skot muni verða milli framkvæmdastjóranna í aðdraganda leiksins.

Tékkneski markvörðurinn Peter Cech gæti leikið sinn fyrsta opinbera leik fyrir Arsenal, en hann gekk til liðs við Arsenal eftir farsælan feril hjá Chelsea.

Twitter aðgangur enska knattspyrnusambandsins birtir í dag skemmtilegar teikningar af mörkum hollenska bakvarðarins Mario Melchiot og enska framherjans Ian Wright í fyrri leikjum liðanna um Samfélagsskjöldinn og sjá má þær í myndasafninu hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert