City steinlá í Þýskalandi

Raheem Sterling og félagar hans í Manchester City fengu á …
Raheem Sterling og félagar hans í Manchester City fengu á baukinn í dag. AFP

Manchester City steinlá fyrir þýska liðinu Stuttgart, 4:2, í vináttuleik í dag en þetta var síðasti undirbúningsleikur City fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst um næstu helgi.

City-menn sáu ekki til sólar megnið af leiknum. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 4:0, en Manchester City klóraði í bakkann með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútum leiksins. Fyrst skoraði Kelechi Iheanacho og síðan Eden Dzeko.

Byrjunarlið Manchester City var þannig skipað: Hart, Sagna, Kompany, Mangala, Kolarov, Evans, Nasri, Silva, Navas, Bony, Sterling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert