Crystal Palace kaupir framherja

Connor Wickham nýjasti leikmaður Sunderland.
Connor Wickham nýjasti leikmaður Sunderland. Ljósmynd / instagram síða Sunderland

Crystal Palace hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Connor Wickham frá Sunderland. Wickham gerir fimm ára samning við Crystal Palace og kaupverðið er sjö milljónir punda. Wickham gekk til liðs við Sunderland frá Ipswich Town árið 2011 og Sunderland greiddi átta milljónir punda fyrir leikmanninn á sínum tíma. 

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur verið í herbúðum Sunderland í fjögur á og á þeim tíma hefur hann leikið 91 leiki og skorað í þeim leikjum 15 mörk.

Wickham skoraði sex mörk í 40 leikjum á síðasta keppnistímabili og fimm mikilvæg mörk í þremur leikjum sem áttu stóran þátt í að forða Sunderland frá falli árið 2014. 

Wickham hafði þetta að segja um vistaskiptin á opinberri heimasíðu Crystal Palace:

"Ég þurfti á nýrri áskorun að halda. Ég hef verið í fjögur ár hjá Sunderland og það hefur ekki verið mikill framgangur á ferli mínum upp á síðkastið. Ég vonast til að ná að þróa mig áfram sem leikmaður hjá nýju félagi.“

"Nú er ég kominn aftur heim og ætla að setjast hér að og eyða meira tíma með fjölskyldunni. Vonandi get ég svo látið verkin tala inni á fótboltavellinum í framtíðinni.“

Framherinn er fjórðu kaup Palace í sumarglugganum, en áður höfðu markvörðurinn Alex McCarthy, miðvallarleikmaðurinn Yohan Cabaye og framherjnn Patrick Bamford gengið til liðs við félagið.

Dick Advocaat, framkvæmdastjóri Sunderland, hefur áður lýst þvi yfir að það séu of margir framherjir í félaginu, en fyrir eru þeir Steven Fletcher, Danny Graham and Jermain Defoe í leikmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert