Lundúnaliðin vilja fá Chicharito

Javier Hernandez.
Javier Hernandez. AFP

Lundúnaliðin West Ham og Tottenam eru sögð vera á höttunum eftir mexíkóska framherjanum Javier Hernandez sem er á mála hjá Manchester United.

Chicharito, eins og hann er kallaður, var í láni hjá Real Madrid á síðustu leiktíð, en fátt bendir til þess að hann fái mörg tækifæri hjá United á komandi leiktíð.

West Ham þarf nauðsynlega á framherja að halda eftir að Enner Valencia heltist úr lestinni og verður frá keppni næstu mánuðina. Slaven Bilic, stjóri West Ham, hefur óskað eftir því við forráðamenn West Ham að þeir fái Hernandez en þá er Tottenham einnig með Mexíkóann í sigtinu.

Bresku blöðin greina frá því að Hernandez hafi farið fram á því við Manhcester United að það lækki verðmiðann á sér en hann er nú 12 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert