Ætti að eiga fyrir salti í grautinn

Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Kevin de Bruyne sem er á leið frá þýska liðinu Wolfsburg til Manchester City verður launahæsti leikmaður City-liðsins.

De Bruyne, sem er 24 ára gamall, ætti að eiga fyrir salti í grauti en hann kemur til að fá 200 þúsund pund í vikulaun hjá Manchester-liðinu en sú upphæð jafngildir rúmum 40 milljónum íslenskra króna.

Reiknað er með að gengið verði frá félagaskiptum Belgans í dag og að því er enskir fjölmiðlar greina frá í dag greiðir Manchester City 54 milljónir punda fyrir leikmanninn en sú upphæð jafngildir 10,9 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert