Mál David de Gea á borði FIFA

David de Gea hefur setið upp í stúku í fyrstu …
David de Gea hefur setið upp í stúku í fyrstu leikjum Manchester United á tímabilinu vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu. AFP

Samkvæmt frétt á vefsíðunni skysports.com halda forráðamenn Manchester United því fram fullum fetum að þeir hafi skilað inn nauðsynlegum skjölum varðandi félagaskipti spænska markvarðarins David de Gea til spænska knattspyrnusambandsins fyrir lokun félagaskiptagluggans á Spáni.

Þá kemur enn fremur fram í fréttinni að forráðamenn Real Madrid hafi viðurkennt að mistökin liggi þeirra megin þess efnis að skila inn nauðsynlegum skjölum til spænska knattspyrnusambandsins fyrir fyrrgreindan tíma.

Real Madrid hefur áfrýjað höfnun spænska knattspyrnusambandsins á félagaskiptum David de Gea til Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem tekur ákvörðun um hvort félagaskiptin ganga í gegn eður ei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert