West Ham fær fjórða leikmanninn í dag

Michail Antonio stillir sér upp í West Ham-búningnum.
Michail Antonio stillir sér upp í West Ham-búningnum. Ljósmynd/West Ham

West Ham heldur áfram að safna liði á þessum síðasta degi félagaskiptagluggans á Englandi en félagið var að kaupa kantmann frá Nottingham Forest fyrir um 7 milljónir punda.

Kappinn heitir Michail Antonio og hann samdi við Hamrana til fjögurra ára. Hann var kjörinn besti leikmaður Forest á síðustu leiktíð. Þessi 25 ára gamli Englendingur, sem hefur skorað 16 mörk í ensku B-deildinni ef talið er frá byrjun síðustu leiktíðar, er tólfti leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar.

Fyrr í dag höfðu Alex Song og Victor Moses komið að láni til West Ham, og Nikica Jelavic var keyptur frá Hull fyrir 3 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert