„Van Gaal er óþokki“

Javier Hernández er farinn til Þýskalands.
Javier Hernández er farinn til Þýskalands. AFP

Mexíkóska knattspyrnugöðsögnin Hugo Sánchez er afar ósáttur við það hvernig Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, kom fram við Javier Hernández, Chicha­rito. Mexíkóski sóknarmaðurinn var seldur frá United til Bayer Le­verku­sen í Þýskalandi.

„Van Gaal tók slæma ákvörðun og það er ekki í fyrsta skipti sem hann gerir það, þetta er í 50.000 skiptið sem hann gerir þetta. Ég var sjálfur knattspyrnustjóri og svona á maður ekki að hegða sér gagnvart leikmönnum,“ sagði Sánchez við spænska blaðið Marca.

Athygli vakti þegar Chicha­rito klúðraði vítaspyrnu fyrir United í umspili Meistaradeildar Evrópu gegn Club Brugge. United var með örugga forystu en van Gaal sendi aðstoðarmanni sínum, Ryan Giggs, illt augnaráð þegar Chicha­rito skaut framhjá af vítapunktinum.

„Ég hefði komið, hrósað honum og sagt að ég hefði enn trú á honum. En augnaráðið sem van Gaal sendi Giggs; hann er óþverri. Það verður að koma fram við leikmenn eins og manneskjur,“ sagði Sánchez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert