„Ef þið viljið reka mig, rekið mig þá“

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea sagði eftir ósigur sinna manna gegn Southampton á heimavelli í dag hann ætti á hættu að vera rekinn frá félaginu.

Þetta var fjórði tapleikur Chelsea í fyrstu átta umferðunum og eru ensku meistararnir í 16. sæti deildarinnar með 8 stig en liðið hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni, 17 talsins.

„Ef félagið vill reka mig þá verður það að gera það því ég ætla ekki að hlaupa frá liðinu,“ sagði Mourinho við Sky Sports eftir leikinn.

„Þetta er mikilvægt augnablik í sögu félagins því ef það rekur mig þá rekur það besta stjóran sem hefur það hefur haft frá upphafi,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert