Henderson greindi frá brottrekstrinum

Jordan Henderson.
Jordan Henderson. AFP

Það kom í hlut Jordan Henderson fyrirliða Liverpool að greina samherjum sínum frá þeirri ákvörðun eigenda Liverpool að reka knattspyrnustjórann Brendan Rodgers.

Ákvörðunin um að reka Rodgers lá fyrir áður en Liverpool mætti Everton á sunnudaginn en klukkutíma eftir leikinn fékk Rodgers tíðindin frá forráðamönnum félagsins.

Henderson fékk það verkefni að greina leikmönnum Liverpool brottrekstri stjórans en hann var fyrsti leikmaður liðsins sem fékk að vita að Rodgers hefði verið rekinn eftir að hafa fengið símtal frá Mike Gordon, forseta Fenway Sports Group sem á félagið. Henderson er frá vegna meiðsla og tók ekki þátt í leiknum á Goodison Park.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert