Ráðist með hafnaboltakylfum á heimili Cleverley

Tom Cleverley í leik með Everton.
Tom Cleverley í leik með Everton. AFP

Enski landsliðsmaðurinn Tom Cleverley leikmaður Everton og fyrrverandi leikmaður Manchester United varð fyrir óskemmtilegri reynslu.

Innbrotsþjófar vopnaðir hafnaboltakylfingum ógnuðu Cleverley, eiginkonu hans og tveggja ára dóttur þeirra í heimili þeirra í Manchester og stálu þar dýrum eignum í eigu hjónanna.

Skelfingu lostin sáu þau þjófagengið hafa á brott með sér Cartier armband, Audemars Piguet úr að verðmæta 50 þúsund pund og Hermes Birkin handtösku. Þá heimtuðu þjófarnir að fá lykla af tveimur Range Rover bifreiðum hjónanna og flúðu þeir af vettvangi á öðrum þeirra. Talið er að verðmæti þýfisins sé 175 þúsund pund en sú upphæð jafngildir um 34 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert