Þyrfti að punga út heimsmets greiðslu

Mourinho ekk upplitsdjarfur þegar hann fylgist með sínum mönnum í …
Mourinho ekk upplitsdjarfur þegar hann fylgist með sínum mönnum í leiknu gegn Southampton. AFP

Roman Abramovich eigandi Chelsea þarf að kafa djúpt ofan í vasa sína hyggist hann sparka José Mourinho úr stóli knattspyrnustjóra félagsins.

Mourinho fær rúmlega 10 milljónir punda á ári í laun hjá Lundúnaliðinu. Hann á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum svo Rússinn vellauðugi þyrfti að greiða 37,5 milljónir punda í starfslokasamning en sú upphæð jafngildir rúmum 7,2 milljörðum íslenskra króna. Það yrði heimsmet í útborgun á samningi knattspyrnustjóra.

Eftir tap Chelsea á heimavelli á móti Southampton sagði Mourinho að hann myndi hætta ef hann hefði ekki stuðning leikmanna og í fyrradag sendi Chelsea út stuðningsyfirlýsingu til stjóra síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert