Allardyce einn sá sigursælasti

Sam Allardyce á Selhurst Park í kvöld.
Sam Allardyce á Selhurst Park í kvöld. AFP

Það kemur kannski einhverjum á óvart en Sam Allardyce varð í kvöld aðeins fimmti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að stýra liði í 150 sigurleikjum.

Allardyce gat fagnað í leikslok á Selhurst Park í London í kvöld þegar Sunderland vann þar nokkuð óvæntan sigur á Crystal Palace, 1:0. Þetta er aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu en Allardyce var kominn með 148 sigurleiki í deildinni þegar hann tók við stjórn liðsins.

Þeir einu sem hafa unnið fleiri leiki sem knattspyrnustjórar í úrvalsdeildinni frá 1992 eru Alex Ferguson (528), Arsene Wenger (422), Harry Redknapp (236) og David Moyes (190).

Allardyce hefur áður stýrt Bolton, Newcastle, Blackburn og West Ham í deildinni en hann tók við Sunderland 9. október sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert