Voðalegur viðsnúningur hjá Vardy

Jamie Vardy skoraði í 10 leiknum í röð og jafnaði …
Jamie Vardy skoraði í 10 leiknum í röð og jafnaði met Hollendingsins Ruud van Nistelrooy frá árinu 2003. AFP

Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester City, er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en hann hefur skorað þrettán mörk í fyrstu þrettán umferðunum.

Vardy jafnaði um síðustu helgi met sem Ruud van Nistelrooy átti áður einn, með því að skora í tíu leikjum í röð. Leicester situr á toppi deildarinnar og það er ekki síst vegna þessarar frammistöðu Vardy, sem hefur heldur betur tekið stakkaskiptum.

Á sama tíma í fyrra hafði Vardy skorað eitt mark, og liðu 889 mínútur á milli þess sem hann skoraði það næsta. Í ár hafa 88 mínútur liðið að meðaltali á milli marka hans. Þá hefur hann átt 41 skot í ár samanborið við 14 í fyrra, og 25 hafa hitt á markið miðað við aðeins átta í fyrra.

Í heildina skoraði Vardy fimm mörk í 26 leikjum á síðustu leiktíð, en fyrir aðeins fjórum árum lék hann í fimmtu efstu deild á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert