Vond tölfræði hjá United

Fyrirliðinn Wayne Rooney og knattspyrnustjórinn Louis van Gaal fara yfir …
Fyrirliðinn Wayne Rooney og knattspyrnustjórinn Louis van Gaal fara yfir málin. AFP

Hún er ekki góð tölfræðin hjá Manchester United í síðustu leikjum en liðið sækir Leicester heim í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Leicester trónir óvænt á toppnum eftir 13 umferðir en liðið hefur 28 stig en United fylgir fast á eftir með 27.

Nokkrir tölfræðipunktar hjá Manchester United:

- Fjórir sigrar í síðustu 10 leikjum í öllum keppnum

- Fjögur markalaus jafntefli í síðustu 7 leikjum

- Hefur skorað 5 mörk í síðustu 7 leikjum

- Hefur aðeins skorað eitt mark utan teigs á árinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert