Refsað fyrir að gera grín að Rooney?

Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard. AFP

Enska knattspyrnusambandið íhugar nú að refsa danska markverðinum Anders Lindegaard, fyrrverandi leikmanni Manchester United og nú markmanni WBA, vegna myndar og skilaboða sem hann setti inn á Instagram.

Forsaga málsins er sú að Wayne Rooney, fyrrverandi liðsfélagi Lindegaard, svaraði því til í nokkurs konar hraðaspurningum hjá Sport-tímaritinu, að sá liðsfélagi sem hann vildi síst  festast í lyftu með væri Lindegaard.

Lindegaard svaraði þessu með því að birta mynd á Instagram, þar sem þeir Rooney eru í athyglisverðum stellingum eins og sjá má hér að neðan, og spurði „er þetta ástæðan fyrir því að þú vilt ekki festast í lyftu með mér?“

Enska knattspyrnusambandið virðist telja þetta grín refsivert. Samkvæmt Goal.com er Lindegaard líklega á leið í bann fyrir brot á reglum um samfélagsmiðla.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/-vwyf1kCPJ/" target="_blank">That's why you don't wanna be stuck in an elevator with me lad? @waynerooney #happytoseeyoustillgotshitbanter</a>

A photo posted by Anders Lindegaard (@anders.lindegaard) on Dec 1, 2015 at 2:44am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert