„Topp fjögur raunhæft markmið“

Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki. AFP

Goðsögnin Ian Rush segir að raunhæft markmið hjá Liverpool að ná einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir sigurinn gegn Swansea fór Liverpool upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú aðeins sexstigum frá toppliðum Manchester City og Leicester.

„Ég sagði það í byrjun leiktíðarinnar að ég teldi að Liverpool gæti endað á meðal fjögurra efstu og ég tel það enn raunhæft markmið. Við erum leikmennina til staðar en það er bara málið að fá allt út úr þeim. Þegar nýr stjóri kemur þá eru allir jafnir því þeir hugsa; ef ég stend mig vel á æfingum þá á ég möguleika ,“ segir Rush í viðtali við enska blaðið Liverpool Echo en þessi mikli markaskorari skoraði 229 mörk í 469 leikjum með Liverpool og er í guða tölu hjá fjölmörgum stuðningsmönnum Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert