Arsenal nælir í njósnara Leicester

N'Golo Kante sem hér er í baráttu við Harry Kane, …
N'Golo Kante sem hér er í baráttu við Harry Kane, leikmann Tottenham, er einn þeirra leikmanna sem Ben Wrigglesworth hefur fundið fyrir Leicester City á síðustu árum. AFP

Leicester City hefur byggt lið sitt upp á ódýrum leikmönnum sem sprungið hafa út hjá liðinu í vetur. Arsenal hefur nú tryggt sér þjónustu þess aðila sem hefur borið hitann og þungann af þv að þefa uppi leikmenn fyrir Leicester undanfarin ár.  

Leicester hefur meðal annars keypt Riyad Mahrez á 400 þúsund pund, Jamie Vardy á eina milljón punda og N'Golo Kante á 5,6 milljónir punda undanfarin ár.

Njósnarinn ber nafnið Ben Wrigglesworth og hefur ákveðið að færa sig yfir frá frá toppliði Leicester til eins af keppinautunum um enska meistaratitilinn í ár, Arseanl. Ben var yfirnjósnari Leicester en hann er nú farinn til Arsenal þar sem hann mun starfa sem njósnari.

„Það var erfið ákvörðun að fara frá Leicester en ég tók tækifæri sem býðst ekki oft," sagði Ben í kjölfar þess að vistaskiptin voru opinberuð.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert