Samningur David de Gea lak á netið

David de Gea, markvörður Manchester United.
David de Gea, markvörður Manchester United. AFP

David de Gea, markvörður Manchester United hefði þénað 66,7 milljónir evra, um það bil 10 milljarða króna, hefðu félagaskipti hans frá Manchester United til Real Madrid gengið í gegn síðasta sumar samkvæmt skjali sem vefsíðan Football Leaks birtir í dag.

Félagaskipti spænska landsliðsmarkvarðarins voru nálægt því að vera staðfest, en strönduðu á því að nauðsynleg skjöl bárust ekki spænska knattspyrnusambandinu í tæka tíð fyrir lokun félagaskiptagluggans. 

Skjalið sýnir að til stóð að De Gea myndi skrifa undir sex ára samning við Real Madrid og hefði á samningstímanum þénað 9 milljónir evra í árslaun auk 8,4 milljón evra greiðslu við félagaskiptin. 

Real Madrid og Manchester United neituðu að tjá sig um innihald skjalsins þegar Skysports leitaði eftir því í dag. 

De Gea er þó ekki á flæðiskeri staddur þar sem hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United sem skilar honum 200.000 evrum eða tæpum 30 milljónum króna í vikulaun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert