Hafnaði því að fá Jamie Vardy

Jamie Vardy hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna með …
Jamie Vardy hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna með Leicester í vetur en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Jamie Vardy, framherji Leicester, hefur heldur betur slegið í gegn eins og allt liðið í ensku úrvalsdeildinni í ár. Leicester vantar þrjú stig til þess að verða meistari í fyrsta sinn og Vardy er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 22 mörk.

Saga Vardy er mögnuð enda oft minnst á það að fyrir fjórum árum var hann að spila í utandeildinni á Englandi. Hann hefði svo getað endað allt annars staðar fyrir tveimur árum, þegar honum var hafnað af RB Leipzig sem spilar í 2. deildinni í Þýskalandi.

Liðið hefur það að leiðarljósi að fá aldrei leikmenn til sín sem eru eldri en 24 ára, en Vardy var þá 27 ára gamall. „Það er synd að þið séuð svona harðir á aldri leikmanna, því ég er með einn sem væri frábær fyrir ykkur. Hann mun án efa enda í landsliðinu,“ á umboðsmaður Vardy að hafa sagt. En Leipzig hafnaði honum og nú er hann hársbreidd frá Englandsmeistaratitli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert