Fjallað um Bjarna Þór fyrir úrvalsdeildarleik

Bjarni Þór Viðarsson með boltann í leik með FH.
Bjarni Þór Viðarsson með boltann í leik með FH. mbl.is/Eva Björk

Bournemouth sækir Everton heim á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir viðureign liðanna rifjar heimasíða Bournemouth upp leikmenn sem hafa leikið með báðum liðum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru allir miðjumenn, Joe Parkinson, Dan Gosling, núverandi leikmaður Bournemouth, og Íslandsmeistarinn Bjarni Þór Viðarsson.

Bjarni var í herbúðum Everton frá árinu 2004 til 2008. 5. febrúar 2007 var hann lánaður til Bournemouth en hann lék með suðurstrandarliðinu í einn mánuð en á þeim tíma lék hann sex leiki og skoraði eitt mark.

„Hann lék einungis sjö leiki samanlagt fyrir Everton og Bournemouth og það kemur því eflaust einhverjum á óvart að sjá Viðarsson á listanum. Íslenski miðjumaðurinn lék einn leik með aðalliði Everton, þegar hann kom inn á sem varamaður í Evrópudeildinni,“ segir á heimasíðu Bournemouth.

„Hann var síðar lánaður til Bournemouth og varð fyrsti Íslendingurinn til að leika fyrir félagið, þar sem hann lék sex leiki og skoraði í leik gegn Oldham. Viðarsson er einungis 28 ára og er enn að spila knattspyrnu, núna á Íslandi,“ segir þar ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert