Jonathan Leko brýtur blað í sögunni

Leikmenn West Bromwich Albion taka á móti West Ham United …
Leikmenn West Bromwich Albion taka á móti West Ham United í dag. BEN STANSALL

Jonathan Leko, leikmaður West Bromwich Albion, braut blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með því að vera í byrjunarliði liðsins gegn West Ham United í dag.

Jonathan Leko varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn sem fæddur er því herrans ári 1999 til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni. 

Það eru sex dagar síðan Jonathan Leko varð 17 ára gamall, en hann er tæpu ári eldri en Matthew Briggs sem er yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Briggs var 16 ára og 65 daga gamall þegar hann lék með Fulham í ensku úrvalsdeildinni í maí árið 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert