Brjálaðir í tíu mínútur - og í fjóra tíma

Danny Drinkwater er einn þeirra leikmanna Leicester sem hafa slegið …
Danny Drinkwater er einn þeirra leikmanna Leicester sem hafa slegið í gegn í vetur. AFP

Danny Drinkwater, miðjumaður ensku meistaranna í knattspyrnu, Leicester City, segir að fögnuður leikmanna liðsins í gærkvöld þegar ljóst var að meistaratitillinn  væri þeirra hefði verið magnaður.

Þeir voru samankomnir heima hjá framherjanum Jamie Vardy og fylgdust þar með leik Chelsea og Tottenham í sjónvarpinu. Þar sáu þeir Tottenham komast í 2:0 og Chelsea jafna metin og tryggja þeim titilinn.

„Þegar Chelsea skoraði annað mark sitt var allt brjálað í tíu mínútur. Eftir að flautað var til leiksloka var allt brjálað í fjóra klukkutíma," sagði Drinkwater við Sky Sports rétt í þessu.

„Þetta er ævintýri sem ég á eftir að segja börnunum mínum frá seinna meir. Það er afar erfitt að koma orðum að því hvað þetta þýðir fyrir fólkið í félaginu," sagði Drinkwater sem var lykilmaður á miðjunni hjá Leicester í vetur og vann sér sæti í enska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert