Aflýst á Old Trafford - völlurinn rýmdur

Stretford End tómur á Old Trafford.
Stretford End tómur á Old Trafford. AFP

Leikur Manchester United og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni er ekki hafinn og rétt í þessu var tilkynnt að honum hefði verið aflýst af öryggisástæðum.

Stórir hlutar af vellinum voru rýmdir nokkrum mínútum áður en leikurinn átti að hefjast klukkan 14.00. Stretford End og Sir Alex Ferguson Stand voru rýmdir en fólk á öðrum svæðum á vellinum var beðið um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.

Tilkynnt var að „rauð" áætlun væri í gangi.

„Grunsamlegur pakki fannst í norðvestur hluta Old Trafford. Lögreglan er að hefja rannsókn og svæðið hefur verið rýmt," skrifaði Phil McNulty, fréttamaður BBC, á Twitter rétt í þessu.

Uppfært kl. 14.20:

Leiknum hefur verið formlega aflýst. „Þetta var mjög vel skipulagt, afar skýrar tilkynningar. Aðalmálið er nú að allir komist öruggir í burtu," sagði Mark Pougatch hjá BBC rétt í þessu.

Fólk á leið af vellinum og vallarstarfsmenn að störfum.
Fólk á leið af vellinum og vallarstarfsmenn að störfum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert