Allt í einu kallað: „Code red, code red“

Sprengjuleitarhundur við störf á Old Trafford fyrir skemmstu.
Sprengjuleitarhundur við störf á Old Trafford fyrir skemmstu. AFP

Eins og fram hefur komið hér á mbl.is var leik Manchester United og Bournemouth aflýst í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir að grunsamlegur pakki fannst á Old Trafford.

Sjá: Aflýst á Old Trafford - völlurinn rýmdur

Nokkrir hlutar stúkunnar  voru rýmdir, en nokkur fjöldi Íslendinga voru á vellinum og meðal annars leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir. Hún segir í samtali við Rúv að rýmingin hafi gengið hratt og vel.

„Liðin voru bara að hita upp þegar allt í einu var kallað „code red, code red.“ Síðan var völlurinn bara rýmdur,“ segir Selma.

Tveim­ur stór­um svæðum á vell­in­um var strax lokað og fólk látið yf­ir­gefa þau, Stret­ford End og Alex Fergu­son Stand, en áhorf­end­ur ann­ars staðar voru látn­ir sitja í sæt­um sín­um og bíða frek­ari fyr­ir­mæla. Sprengjufræðingar eru mættir á svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert