Sprengjusérfræðingar á Old Trafford

Lögreglumaður með leitarhund á Old Trafford fyrir stundu.
Lögreglumaður með leitarhund á Old Trafford fyrir stundu. AFP

Sérstök sveit sprengjusérfræðinga er mætt á Old Trafford vegna pakkans sem fannst efst í norðvesturhorni vallarins fyrir leik Manchester United og Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem átti að hefjast þar klukkan 14.00 í dag.

Leiknum var aflýst um kl. 14.20 en opinber tilkynning um það var gefin út kl. 14.36. Tveimur stórum svæðum á vellinum var strax lokað og fólk látið yfirgefa þau, Stretford End og Alex Ferguson Stand, en áhorfendur annars staðar voru látnir sitja í sætum sínum og bíða frekari fyrirmæla.

Yfirlýsing frá lögregluyfirvöldum í Greater Manchester var að berast og þar segir að lögreglan vinni með starfsfólki Manchester United að rannsókn á dularfullum hlut sem hafi fundist á Old Trafford. 

„Við gerum allt sem hægt er til að rannsaka þennan hlut eins fljótt og hægt er, en það er hinsvegar í forgangi að tryggja öryggi allra á vellinum og í nágrenni hans. Þessvegna hefur leiknum verið aflýst og verið er að rýma völlinn. Við bíðum eftir aðstoðarmönnum frá hernum sem eru á leiðinni okkur  til stuðnings og til að greina hvað það er sem við erum að fást við. Svona ákvarðanir er ekki auðvelt að taka og við brugðumst svona við í dag til að tryggja öryggi allra áhorfenda," sagði John O'Hare, aðstoðarlögreglustjóri í Greater Manchester Police í yfirlýsingunni.

Tómar stúkur á Old Trafford um það leyti sem leikurinn …
Tómar stúkur á Old Trafford um það leyti sem leikurinn átti að vera að hefjast. AFP
Lögreglan á vakt fyrir framan Old Trafford í dag.
Lögreglan á vakt fyrir framan Old Trafford í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert