Rashford í EM-hópi Englands

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP

Marcus Rashford, hinn 18 ára gamli sóknarmaður Manchester United, er í 26 manna landsliðshópi Englendinga í knattspyrnu sem Roy Hodgson landsliðsþjálfari tilkynnti fyrir EM í Frakklandi í morgun.

Þetta er ekki endanlegi hópurinn en hann munu skipa 23 leikmenn og lokafrestur til að tilkynna hann er 31. maí.

Athygli vekur einnig að Andros Townsend frá Newcastle og Jack Wilshere frá Arsenal eru í hópnum en þar eru ekki m.a. þeir Theo Walcott frá Arsenal, Phil Jagielka frá Everton eða Mark Noble frá West Ham.

Wilshere hafði ekkert spilað frá því í ágúst, þegar hann fótbrotnaði, þar til núna í vor og hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Arsenal gegn Aston Villa í gær.

Rashford kom inní lið Manchester United seinni hluta vetrar og sló í gegn, gerði fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum og samtals 7 mörk í 16 leikjum frá því hann spilaði fyrst 25. febrúar.

Enski hópurinn:

Markverðir: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).

Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham), Nathaniel Clyne (Liverpool).

Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham), Ross Barkley (Everton), Fabian Delph (Manchester City), Eric Dier (Tottenham), Danny Drinkwater (Leicester), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Andros Townsend (Newcastle), Jack Wilshere (Arsenal).

Sóknarmenn: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham), Jamie Vardy (Leicester), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert