Snýr Pogba aftur á Old Trafford?

Pogba býr sig nú undir EM í Frakklandi.
Pogba býr sig nú undir EM í Frakklandi. AFP

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu í sumar, ef marka má fréttir enskra miðla í kvöld.

Pogba, sem gekk til liðs við ítalska liðið Juventus frá Manchester United árið 2012, gæti snúið aftur til liðsins sem hann yfirgaf fyrir fjórum árum.

Juventus keypti Pogba á 800.000 pund en talið er að United verði að punga út 78 milljónum punda til að fá hinn 23 ára franska miðjumann aftur á Old Trafford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert