Stóru tilboði Leicester í Deeney hafnað

Troy Deeney fagnar marki.
Troy Deeney fagnar marki. AFP

Leicester City gerði 20 milljón punda tilboð í Troy Deeney, fyrirliða Watford, en var hafnað. Leicester er í örvæntingarfullri leit að framherja til að fylla í skarð Jamie Vardy skyldi hann ákveða að ganga í raðir Arsenal.

Arsenal gerði 20 milljón punda tilboð í Jamie Vardy sem Leicester neyddist til að samþykkja vegna klásúlu í samningi markahróksins. Í von um að halda Vardy innan sinna raða bauð Leicester honum nýjan samning og verður framherjinn að taka ákvörðun um hvort tilboðið hann samþykki. Vardy er um þessar mundir á EM í Frakklandi ásamt enska landsliðinu og ætlar ekki að tilkynna ákvörðun sína fyrr en eftir mótið.

Hvorki Leicester nér Arsenal getur beðið eftir ákvörðun Vardy og er framherjaleitin því í fullum gangi hjá liðunum. Leicester lítur til Troy Deeney sem skoraði 13 mörk fyrir Watford á síðasta tímabili, hans fyrsta í úrvalsdeildinni. Tilboð Leicester er mjög hátt fyrir leikmann í þessum gæðaflokki en hann er engu að síður mjög mikilvægur fyrir Watford og því þarf háa upphæð til að landa framherjanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert