Mourinho með augun á Draxler

Julian Draxler, leikmaður þýska landsliðsins í knattspynu, og Joachim Löw, …
Julian Draxler, leikmaður þýska landsliðsins í knattspynu, og Joachim Löw, þjálfari liðsins. AFP

Breskir fjölmiðlar telja að José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að fylgjast með frammistöðu Julian Draxler, vængmanns Wolfsburg og þýska landsliðsins í knattspyrnu karla í lokakeppni Evrópumótsins og hafi áhuga á kröftum kantmannsins á næstu leiktíð. 

Draxler hefur verið í byrjunarliði Þýskalands í báðum leikjum liðsins í riðlakeppninni en Þjóðverjar hafa fjögur stig eftir sigur gegn Úkraínu í fyrstu umferðinni og jafntefli gegn Póllandi í annarri umferðinni. 

Fari svo að Draxler gangi til liðs við Manchester United verður hann önnur kaup Mourinho sem knattspyrnustjóra Manchester United en varnarmaðurinn Eric Bailly sem kom til Manchester United frá Villareal var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho fær til liðs við sig á Old Trafford.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert