Mourinho: Enginn reykur án elds

José Mourinho á blaðamannafundi í dag.
José Mourinho á blaðamannafundi í dag. AFP

Manchester United er í viðræðum um kaup á Paul Pogba en hefur aðra valmöguleika að sögn knattspyrnustjóra félagsins, José Mourinho. Mourinho ræddi Pogba, Rooney og Mata á blaðamannafundi í dag. 

„Við ætlum ekki að leggja allt í hendur félagsliðs sem kannski selur eða ekki. Við þurfum leikmann með ákveðna eiginleika og við munum fá þannig leikmann,“ sagði Mourinho og á þar við viðræðurnar við Juventus um Pogba. 

„Ég ætla ekki að láta eins og við séum ekki að reyna að fá einn ákveðinn leikmann. Þar sem er reykur, þar er eldur. Er það ekki orðatiltækið?“ bætti Mourinho við. 

„Allir tala um einn leikmann en það kæmi mér ekki á óvart ef það væri ekki hann og frekar einhver annar vegna þess að hann passaði betur við prófílinn. Við erum að skoða tvo aðra möguleika og munum velja einn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert