Fleiri ítalskir en enskir í úrvalsdeildinni

Antonio Conte mun stýra Chelsea á komandi tímabili
Antonio Conte mun stýra Chelsea á komandi tímabili AFP

Upp er komin sú staða að fleiri knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni eru ítalskir að uppruna heldur en enskir. Þeir ítölsku eru nú fjórir talsins en þeir ensku aðeins þrír. 

Ítölunum fjölgaði í sumar þegar Walter Mazzarri tók af Quique Flores hjá Watford og Antonio Conte var ráðinn til Chelsea. Hinir eru Claudio Ranieri hjá Leicester og Francesco Guidolin sem þjálfar Gylfa og félaga hjá Swansea. 

Englendingarnir þrír eru Eddie Howe hjá Bournemouth, Sean Dyche hjá Burnley og Alan Pardew hjá Crystal Palace. 

Hinsvegar eru Bretarnir fleiri en Ítalirnir því þá bætast við hinir velsku Tony Pulis hjá West Bromwhich Albion og Mark Hughes hjá Stoke City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert