Varnarmaður til Arsenal

Arsenal fékk til sín efnilegan varnarmann í dag.
Arsenal fékk til sín efnilegan varnarmann í dag. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal festi í dag kaup á varnarmanninum Rob Holding frá Bolton Wanderers og talið er að félagið greiði um tvær milljónir punda fyrir hann.

Holding er tvítugur og er í enska U21 árs landsliðshópnum. Hann lék 30 leiki með Bolton í B-deildinni í fyrra, á sínu fyrsta tímabili í aðalliðinu, og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert