Klopp stendur með Sturridge

Daniel Sturridge í vináttuleik Liverpool gegn Roma í sumar.
Daniel Sturridge í vináttuleik Liverpool gegn Roma í sumar. AFP

Knattpyrnuþjálfari Liverpool, Jürgen Klopp, mun styðja við bakið á framherjanum Daniel Sturridge þrátt fyrir þrálát meiðsli. Sturridge missti af fyrsta deildarleik tímabilsins og spilaði síðan í tapleik gegn Burnley en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 

„Hann er að koma til baka og er enn frábær leikmaður en jafnvel frábærir leikmenn þurfa að finna taktinn. Hann átti ekki sinn besta leik á laugardaginn en jafnvel þá hefði hann getað skorað,“ sagði Klopp um enska framherjann. 

„Það sem ég get sagt við hvern leikmann er að þeir sem halda sér í kapphlaupinu og leggja hart að sér munu uppskera eftir því,“ sagði Klopp enn fremur í tengslum við Daniel Sturridge. 

Sturridge kom aðeins við sögu í 14 deildarleikjum í fyrra og aðeins tólf leikjum á þarsíðasta tímabili þrátt fyrir að vera fyrsti kostur í framherjastöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert