Sissoko leyft að skipta um félag

Moussa Sissoko í baráttu við Pepe í úrslitaleiknum á EM …
Moussa Sissoko í baráttu við Pepe í úrslitaleiknum á EM í sumar. AFP

Knattspyrnumanninum Moussa Sissoko, leikmanni Newcastle, var í dag leyft að yfirgefa æfingabúðir franska landsliðsins til þess að ganga frá félagaskiptum sínum.

Sissoko var kominn til móts við franska landsliðið til undirbúnings fyrir vináttulandsleik við Ítalíu annað kvöld og leik við Hvíta-Rússland í undankeppni HM í næstu viku. Á Twitter-síðu franska landsliðsins kom hins vegar fram í dag að honum hefði verið leyft að fara til að ganga frá sínum málum.

Ljóst er að Tottenham hefur hug á að kaupa Sissoko en félagið er á vef BBC sagt hafa boðið 25 milljónir punda í þennan 27 ára gamla miðjumann. Newcastle, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, vill hins vegar 30 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert