Mourinho svarar fyrir sig

José Mourinho, knattspyrnustjóri Mancester United, reynir að stappa stálinu í …
José Mourinho, knattspyrnustjóri Mancester United, reynir að stappa stálinu í sína menn. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur svarað fyrir sig eftir þá gagnrýni sem hann og liðið fékk á sig eftir þrjá ósigra í röð.

„Fótboltinn er fullur af fólki sem heldur að það sé Einstein í bransanum. Þeir reyndu þarna að gera lítið úr sextán árum mínum á ferlinum,“ segir Mourinho, sem komst aftur á sigurbraut með sigri á Northampton í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

„Þeir reyndu að einblína bara á eina viku með þremur slæmum úrslitum og gerðu lítið úr sögu Manchester United. En svona er fótboltinn í dag. Ég skil vel pirring stuðningsmanna eftir síðustu viku en ég er viss um að þeir haldi áfram að styðja vð liðið,“ sagði Mourinho.

United tapaði fyrir Manchester City og Watford í ensku úrvalsdeildinni og Feyenoord í Evrópudeildinni áður en kom að leiknum við Northampton í gær. Þá mætir United Englandsmeisturum Leicester á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert